Við ætlum að halda upp á mottumars á morgun, föstudaginn 21. mars og hvetjum öll að mæta með áteiknaðar mottur, í mottumars-sokkum eða með eitthvað mottutengt.
Notum ímyndunaraflið :)
Fjölskyldunefnd hefur nú samþykkt skóladagatal Nesskóla fyrir skólaárið 2025-2026. Dagatalið er birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar og fylgja því ítarlegar útskýringar til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum að skipuleggja skólaárið fram í tímann.
Það er með mikilli ánægju sem við getum greint frá því að síðustu mánuðir hafa verið einstaklega viðburðaríkir í skólanum okkar. Við höfum upplifað svo margt....
Við hvetjum alla foreldra og aðra íbúa Fjarðabyggðar til að mæta á málþing vina okkar í VA sem haldið verður í sal Nesskóla á laugardaginn 8.febrúar, kl. 11-13.
Áhugaverðir fyrirlestrar og veitingar í boði.
Aðgangur er ókeypis.
Við hlökkum til að sjá þig!