Skólinn okkar hefur náð frábærum árangri og staðist úttekt Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) með glans! Við erum nú opinberlega viðurkenndur Byrjendalæsisskóli, sem er gríðarlega mikilvægur áfangi í sögu skólans okkar!
Gleði og gaman ríkti í skólanum okkar þegar árshátíð yngsta stigs fór fram með glæsibrag! Rakel og Hafþór úr 4. bekk stýrðu dagskránni af mikilli fagmennsku og sjarma.
Við ætlum að halda upp á mottumars á morgun, föstudaginn 21. mars og hvetjum öll að mæta með áteiknaðar mottur, í mottumars-sokkum eða með eitthvað mottutengt.
Notum ímyndunaraflið :)
Fjölskyldunefnd hefur nú samþykkt skóladagatal Nesskóla fyrir skólaárið 2025-2026. Dagatalið er birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar og fylgja því ítarlegar útskýringar til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum að skipuleggja skólaárið fram í tímann.