Lög Foreldrafélags Nesskóla
1. grein.
Félagið heitir Foreldrafélag Nesskóla, heimili þess er að Skólavegi, Neskaupstað, kennitala félagsins er 591198-2119
2. grein.
Félagar eru foreldrar og forráðamenn nemenda í Nesskóla.
3. grein.
Markmið félagsins eru að vinna að:
- 1. Velferð nemenda skólans
- 2. Samstarfi heimilis og skóla
- 3. Almennum framförum skólans
4. grein.
Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.:
- 1. starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem sett eru um grunnskóla
- 2. stuðla að því að foreldrar þekki félaga barna sinna
- 3. koma með tillögur að endurbótum og þróunarstarfi í samvinnu við skólayfirvöld
- 4. kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans
- 5. koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis-, forvarnar- og skólamál
- 6. standa að ýmsum öðrum viðburðum
- 7. taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra
- 8. skipa bekkjarfulltrúa í hverja bekkjardeild og styðja við starf þeirra
- 9. skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni.
5. grein. (bekkjarfulltrúar)
Starf félagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra og forráðamanna nemenda í hverjum bekk. Bekkjarfulltrúar skulu sjá um starf í þágu síns bekkjar í samráði við umsjónarkennara. Í hverjum bekk skulu vera tveir bekkjarfulltrúar sem kosnir eru í byrjun skólaárs og eigi síðar en á námsefniskynningarfundi skólans. Bekkjarmappa fylgir hverjum bekk og er það á ábyrgð hvers bekkjarfulltrúa að skila henni til næsta bekkjarfulltrúa á nýju skólaári. Störf bekkjarfulltrúa skulu nánar tilgreind í erindisbréfi til þeirra á heimasíðu foreldrafélagsins.
6. grein. (fulltrúaráð)
Innan félagsins skal starfa fulltrúaráð skipað öllum bekkjarfulltrúum allra bekkjadeilda og stjórn félagsins. Stjórn foreldrafélagsins skal boða til fulltrúaráðsfunda a.m.k. tvisvar á skólaárinu, og skal sá fyrsti vera snemma að hausti.
7. grein. (skólaráð)
Á aðalfundi félagsins skal kjósa tvo fulltrúa í skólaráð skólans eins og kveðið er á um í 9. gr. laga nr. 91/2008. Um kosningu í skólaráð fer eftir eftirfarandi starfsreglum.
- 1. Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð. Tryggja skal að öllum foreldrum berist slík auglýsing. Auglýsinguna skal senda með Mentor pósti á alla foreldra og birta á heimasíðu skólans og foreldrafélagsins. Í auglýsingunni er hlutverk skólaráðs kynnt og að fulltrúar séu kosnir til tveggja ára í senn. Tilnefningum skal skilað til formanns foreldrafélagsins eða senda í tölvupósti á netfang foreldrafélagsins foreldrarnesskola@skolar.fjardabyggd.is.
- 2. Annar fulltrúi foreldra í skólaráði skal vera úr röðum stjórnarmanna foreldrafélagsins.
- 3. Ef enginn gefur kost á sér þá leitar stjórn foreldrafélagsins eftir foreldrum til að gefa kost á sér.
- 4. Auglýsa skal eftir framboði foreldra í skólaráð í síðasta lagi viku fyrir aðalfund foreldrafélagsins.
- 5. Allir foreldrar barna í Nesskóla eru kjörgengir nema þeir séu kennarar eða starfsfólk skólans eða sitji sem kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Fjarðabyggðar.
- 6. Kosið er í skólaráð á aðalfundi foreldrafélagsins.
- 7. Þegar kosið er í fyrsta sinn í skólaráðið er annar fulltrúi foreldra kosinn til eins árs og hinn til tveggja ára. Varamenn skal kjósa í samræmi við það. Með þessu móti er komið í veg fyrir að báðir fulltrúar foreldra fari úr skólaráðinu á sama tíma.
- 8. Að öllu jöfnu skal miða við að fulltrúi foreldra sitji ekki lengur en fjögur ár samfellt í skólaráði.
8. grein. (stjórn)
Stjórnina skipa 5 foreldrar nemenda Nesskóla sem kosnir eru á aðalfundi félagsins til eins árs í senn og einn varamaður. Stjórnin skiptir með sér verkum, þ.e. formaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnendur. Æskilegt er að stjórnarmenn láti ekki af störfum allir í einu.
9. grein. (aðalfundur)
Aðalfundur skal haldinn ár hvert að vori og skal hann boðaður með tveggja vikna fyrirvara. Fundinn skal halda í síðasta lagi 31. maí ár hvert. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- 1. Skipan fundarstjóra
- 2. Skipan fundarritara
- 3. Skýrsla stjórnar síðasta starfsár
- 4. Skýrsla fulltrúa foreldra í skólaráði um störf skólaráðs síðasta starfsár
- 5. Ársreikningur félagsins lagður fram
- 6. Kosning í stjórn
- 7. Kosning í skólaráð
- 8. Lagabreytingar
- 9. Breytingar á árgjald félagsins ákveðnar
- 10. Önnur mál
10. grein.
Breytingar á árgjald til félagsins skal ákveðið á aðalfundi þess ár hvert. Aðeins skal innheimta eitt félagsgjald á hvert heimili.
11. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar í aðalfundarboði og lagðar fram skriflega á aðalfundi. Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta atkvæða á aðalfundi.