Prófundirbúningur og próftaka

Námstækni og skipulag

  1. Nýttu tímann vel, gerðu áætlun yfir það hvernig þú nærð að fara yfir allt efni fyrir prófið
  2. Lestu efni áfangans jafnt og þétt allan veturinn, að frumlesa fyrir próf er ekki góð tækni
  3. Forgangsraðaðu verkefnum -Hvað er mikilvægast að kunna? 
  4. Rifjaðu efnið reglulega upp -því oftar sem við rifjum upp, því meiri líkur á góðum árangri
  5. Notaðu minnisaðferðir sem virka vel fyrir þig
  6. Ekki læra of lengi í einu, taktu pásur (samt ekki of langar)
  7. Lærðu í notalegu lærdómsumhverfi 

Hvernig á að byrja þegar maður er að læra fyrir próf?

  1. Forgangsraðaðu
    Hvað er mikilvægast, hvað gildir mest til prófs? Hver eru grunnatriði áfangans? Hvað hefur kennarinn talað mest um?
  2. Skipuleggðu lestur úr frá námsáætlun áfangans
    -Hvað þarft þú langan tíma til að læra undir hvert fag?
    -Hvaða efni þarftu að læra fyrir hvert fag?
  3. Finndu þau námsgögn (td. glærur, glósur úr kennslustundum, verkefni, próf, ritgerðir o.s.frv.)
    sem þú þarft að nota til að læra, flokkaðu þau
    og skipuleggðu hvað þú ætlar að skoða fyrst og svo koll af kolli.
  4. Ekki hika við að leita aðstoðar ef þú ert ekki viss með einhver atriði.
    Hægt er að fá aðstoð eða stuðning hjá kennara, nemendaráðgjafa (náms- og starfsráðgjöf),
    bekkjarfélaga, foreldrum, eldri systkinum eða öðrum sem þú þekkir og veist að hafa verið á því skólastigi sem þú ert á.

Þegar maður er að læra fyrir próf eða vinna verkefni er gott að forðast mikið stress
og þá er gott að huga að þvi hvernig manni líður vel.
Eftirfarandi atriði geta hjálpað:

  • Sjálfshvatning
    Hvað er það sem hvetur mig áfram og fær mig til að vilja standa mig vel?
    Sumum finnst gott að setja sér markmið og að hugsa um að ná þeim.
    (Nemendaráðgjafi mælir með SMART-markmiðasetningu) 

  • Hreyfing Það er gott að fá líkamlega útrás til að hafa einbeitingu til að læra.
    Hreyfingin framkallar einnig endorfín í líkamanum, sem lætur okkur líða vel.

  • Hvíld og slökun Hvíld inn á milli atriða í stundatöflu (eins konar frímínútur) eru mikilvægar.
    Nemendaráðgjafi mælir með að hlusta á tónlist, hafa þögn og eða að hlusta á íhugun/hugleiðslu (td. á Spotify eða Storytel). 
    Þá er hægt að hvíla hugann á meðan maður fer út að hlaupa eða hittir vinina á blakæfingu svo dæmi séu tekin. 

  • Mataræði Fjölbreytt og gott mataræði er lykillinn að þvi að líða vel.
    Þá er einnig mikilvægt að borða reglulega og að drekka nóg vatn.

  • Vinnufriður Setjumst niður til að læra á stað sem okkur líður vel á og þar sem við verðum ekki fyrir truflunum.

  • Reglusemi Gott skipulag eða rútína er mikilvæg fyrir góða líðan og mörgum finnst gott að hafa yfirsýn yfir stöðu mála.
    Að vakna og sofna á sama tíma, að borða reglulega, hreyfa sig, læra og að eiga frítíma er allt mikilvægt.
    Best er að ákveða dagskrána fyrirfram til að geta fylgt henni,
    sumir kjósa að nota stundaskrár, dagbækur, kanban-lista, verkefnalista eða önnur tól til skipulagningar og yfirlits. 

  • Góður nætursvefn Mikilvægt er að gefa sér tíma til að sofa og hvílast nóg yfir nóttina.
    Stuttur lúr á dagtíma hjálpar lítið...
    Best er að sofa í 8-10 klst. (án þess að vakna) yfir nóttina og að vakna svo hæfilega snemma til að sinna dagskrá dagsins af krafti.

 

Próftækni

  1. Mættu tímanlega á próftökustað, amk. 10 mínútum áður en próftaka hefst.
  2. Þegar komið er inn í rými þar sem próf er tekið og allir sestir á sína staði er gott að byrja á að draga djúpt andann og reyna að róa hugann.
  3. Sumum þykir gott að fá „krassblað“ og skrifa niður formúlur, lykilhugtök og annað sem er ofarlega í huganum eftir undirbúning síðustu daga.
  4. Skimaðu yfir allt prófið áður en þú byrjar að svara spurningum.
    -Eru allar blaðsíðurnar sem eiga að vera?
    -Byrjaðu á að svara þeim atriðum sem vega mest, ef þú lendir í tímaþröng á eftir er best að vera búin/n/ð að svara þeim spurningum sem vega mest.
  5. Fylgstu vel með próftímanum, ekki festast í einni spurningu.
  6. Ef þú getur ekki svarað spurningu er gott að merkja við hana og fara á næstu spurningu.
  7. Einbeittu þér að prófinu, en ekki hugsa um hvað aðrir eru að gera eða hvort þáu séu að gera öðruvísi en þú,
    mögulega ert þú að gera rétt ef þú hefur sinnt undirbúningnum vel...

Að svara krossaspurningum

  1. Lestu spurninguna
  2. Taktu eftir lykilorðum spurningarinnar/fullyrðingarinnar
  3. Reyndu að svara spurningunni án þess að lesa yfir svarmöguleikana
  4. Fyrsta hugboð um svar er yfirleitt rétt, ekki breyta eftir á, nema þú sért 100% viss um réttara svar
  5. Ef þú getur ekki svarað spurningu er gott að merkja við hana, halda áfram og koma að henni síðar til að svara.

 

Að svara ritgerðarspurningum

  1. Lestu spurninguna mjög vel, hvað er verið að biðja um?
  2. Gerðu beinagreind að svari
  3. Leggðu áherslu á að svara skýrt og markvisst.
  4. Gættu þess að teygja ekki lopann í svörum þínum, staðreyndir og rökstuðningur er það sem skiptir máli.
  5. Gott er að skilja eftir autt pláss á eftir spurningu, svo þú getir bætt við hana síðar á prófinu,
    ef þú manst allt í einu eftir atriði sem þú varst ekki bún/n/ð að skrifa áðan.