Guðrún er fædd í Vestmannaeyjum og flutti til Seyðisfjarðar níu ára gömul. Hún hefur búið í Neskaupstað síðan 1984.
Guðrún er grunn- og framhaldsskólakennari með B.ed próf frá KHÍ og M.ed. prófi í Íþrótta og heilsufræði frá HÍ. Guðrún hefur kennt við Nesskóla síðan 1997.
Áhugamál eru m.a bókmenntir og lestur og eru, galdrastrákurinn Harry Potter og ofurhetjan Gísli Súrsson í miklu uppáhaldi. Uppáhaldslitur er appelsínugulur.
Helga er fædd og uppalin í Neskaupstað, þar sem hún spilaði blak þangað til hún var búin með VA. Þá flutti hún suður til að fara í háskóla. Árið 2010 útskrifaðist hún með B.A í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og flutti svo aftur heim
Karen ólst upp í Neskaupstað og stundaði nám við Nesskóla og Verkmenntaskóla Austurlands. Íþróttaiðkun áttu hug hennar allan á yngri árum, skíði, fótbolti, blak og önnur íþróttaiðkun. Eftir framahaldsskóla lá leiðin út í heim og bjó hún um tíma í London.
Karen lauk háskólanámi við Háskólann á Bifröst og lauk svo kennsluréttinda námi við Háskólann í Reykjavík. Frá 2011 - 2019 vann Karen í Alþjóðaskólanum á Íslandi sem umsjónarkennari og verkefnastjóri og síðustu tvö ár var Karen aðstoðarskólameistari Verkmenntaskóla Austurlands.
Óskar Ágúst hefur farið um víðan völl, hann útskrifaðist frá Verkmenntaskóla Austurlands og vann með skóla sem stuðningur við Nesskóla. Þá lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann lagði nám við sagnfræðideild skólans. Um tíma stundaði Óskar Ágúst nám á Ítalíu og talar hann góða ítölsku fyrir vikið.
Óskar hefur mikinn áhuga á klassískri tónlist, konunglegum efnum og sagnfræði. En Óskar spilar og kennir á klarinett við Tónskóla Neskaupstaðar.
Sigga Helga er fædd og uppalin í Neskaupstað. Hún er gift Þorsteini Guðjónssyni og á fjögur börn og sex barnabörn.
Hún lauk grunnskólakennaraprófi með áherslu á stærðfræði árið 2008 frá Háskólanum á Akureyri, mastersprófi í náms- og kennslufræðum árið 2015 frá Háskóla Íslands og diplómunámi í mennta- og menningarstjórnun árið 2019 frá Háskólanum á Bifröst.
Áhugamál hennar eru handavinna og lestur.
Sigríður Inga hefur lokið BA-gráðu í félagsráðgjöf ásamt diplómanámi í barnavernd frá Háskóla Íslands.
Hún leggur nú stund á meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands samhliða atvinnu sinni.
Sigríður Inga starfaði í félagsþjónustu Fjarðabyggðar á árunum 2009 til 2022,
ásamt því að vera forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Atóm 2009-2011.
Sigríður Inga hóf störf í Nesskóla 1. febrúar 2022.
Sigrún Júlía er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. Bernskuárin liðu við mikinn lestur, leik og útiveru í faðmi fjallahrings og náttúrufegurðar. Nám eftir grunnskóla hófst á Bifröst og síðar lauk hún B.Ed. námi frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. í íslensku- íslenskukennslu frá Háskóla Íslands. Eiginmaður Sigrúnar Júlíu er Hjörvar Moritz og saman eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. Hún hefur enn mikinn áhuga á lestri og útiveru ásamt ferðalögum og samvistum við fjölskyldu og vini.
Viktoría ólst upp í Neskaupstað og stundaði nám við Nesskóla og Verkmenntaskóla Austurlands. Viktoría er í hópi nema sem útrskrifuðust fyrst úr VA. Æskuárin fóru í leik og gleði, ásamt því að þar tók hún fyrstu skrefinn í að móta sig sem umhverfissinna. Eftir stúdentinn lá leiðin til Ástralíu og síðan til Siglufjarðar.
Viktoría fór í jarðfræðinám við Háskóla Íslands og að því loknu tók hún kennsluréttindin við HÍ. Hún kenndi í Tjarnarskóla í 13 ár og 2014 ákvað hún að fara í lífræna matjurtarækt í Landbúnaðarháskólan á Hvanneyri. Fór í verknám á Skaftholti og lifði í hjólhýsi ásemt því að kenna við LBHÍ. 2017 ákvað hún að flytja aftur á heimaslóðir og búa í sveitinni þ.s. hún gæti stundað matjurtarækt og byggt hægt og rólega upp sjálfsþurftarbúskap.
William Geir er fæddur árið 1983 og kemur frá Ólafsfirði. Hann kláraði grunnskólagöngu sína þar og með skólanum æfði hann allar íþróttir sem hægt var að æfa. Eftir 10. bekk flutti hann til Akureyrar og kláraði Verkmenntaskólann á Akureyri árið 2003. Eftir að framhaldsskóla lauk tók hann sér eitt ár í frí og vann sem stuðningur í Grunnskóla Ólafsfjarðar ásamt því að þjálfa knattspyrnu.
William Geir lauk sínu háskólanámi á Laugarvatni árið 2007 og flutti þá til Neskaupstaðar. Hann hefur búið þar síðan ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum.
Þorgerður er fædd og uppalin í Neskaupstað. Hún er gift Jóhanni Óskari Guðmundssyni og á með honum þrjú börn. Árið 2011 lauk hún M.Ed. með áherslu á stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hennar helstu áhugamál eru skíði, fjallgöngur og samvera með fjölskyldu og vinum.