Við líðum hvorki einelti né annað ofbeldi í Nesskóla. Starfsfólk skólans leitast við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á eins farsælan hátt og kostur er. Það er einlægur vilji okkar að Nesskóli sé öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af gildunum okkar: visku, virðingu og vináttu.. Við sýnum nemendum okkar festu og ákveðni en um leið hlýju og virðingu. Stefnt að því að nemendur læri að setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir öðrum í anda uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar.
Starfsfólk skólans leitast við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á eins farsælan hátt og kostur er. Eineltismál sem upp koma eru ólík. Því verður að miða viðbrögð við hvert einstakt tilfelli. Nauðsynlegt er að bregðast strax við og setja af stað ákveðið vinnuferli.
Gott samstarf heimila og skóla er lykilatriði í baráttunni gegn einelti. Við leggjum áherslu á að foreldrar séu vel upplýstir um verkefnið og viljum stuðla að aukinni þátttöku foreldra í starfi skólans. Við hvetjum foreldar til að kynna sér áherslur í meðferð eineltismála í handbók um einelti og vináttufærni.
Handbók um einelti og vináttufærni
Nemendaráðgjafi sinnir utanumhaldi um eineltismál ásamt viðeigandi starfsfólki í hverju máli. Öll eineltismál eru unnin samkvæmt verkferli Nesskóla sem má sjá hér.
Árlega taka nemendur í 4.- 10. bekk könnun um líðan og samskipti. Niðurstöður þeirrar könnunar eru kynntar foreldrum og unnið með niðurstöður ef þörf er á.