Um Vinasel

Nemendur 1. – 4. bekkjar skólans eiga þess kost að koma á Vinasel að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Lengst getur dvölin orðið frá kl. 13:00 - 16:30. Margir krakkar nýta sér þessa þjónustu og eru á skóladagheimilinu í góðu yfirlæti við leiki og störf.

Í útiveru er gæsla á lóð í höndum starfsmanns Vinasels. Á meðan nemendur dvelja á Vinaseli er boðið upp á að senda nemendur í þær tómstundir sem eru í boði fyrir þau á þeim tíma. Foreldrar verða að tilkynna starfmönnum í seli ef þau eiga að fara í þær tómstundir. Ef nemendur vilja ekki fara í þá tíma tilkynnir forstöðumaður foreldrum það og taka foreldrar þá ákvörðun um hvort þau fari og tilkynna það til starfsmanna.

Starfsmenn Vinasels eru:

  • Jolanta Malgorzata Idzikowska,f orstöðukona
  • Maria Fe Naneth G Pálsson
  • Steinunn María Bragadóttir
  • Agnes Yolanda Tulinius
  • Róza Madhara

Til að hafa samband við Vinasel er hægt að hringja í síma 470 9114 og í gms í síma 839 - 9004 einnig er hægt að senda email á póstfangið vinasel@skolar.fjardabyggd.is