Bekkjarsáttmálar

Markmið

Markmiðið með því að gera bekkjarsáttmála er að tryggja það að öllum líði vel í skólanum við leik og störf. Sáttmálinn á að vera virkur samningur sem allir hjálpast að við að halda.

Umfjöllun

Nemendur þurfa að átta sig á að saman getum við miklu meira en sem einstaklingar – þess vegna er mikilvægt að allar raddir fái að heyrast, að allir upplifi að þeir séu mikilvægir og hluti af bekk/árgangi. Bekkjarsáttmáli er samkomulag sem nemendur og kennarar gera með sér um vinnuaðstæður og samskiptavenjur innan bekkjar eða árgangs. Sáttmálinn er unninn í samvinnu nemenda og kennara og byggir á þeim lífsgildum sem allir eru sammála um að séu mikilvægust fyrir farsælt samstarf og vellíðan allra.

Sjá nánar í bók Judy Anderson, Sáttmálar um lífsgildi, sem þýdd er af Álftaneskóla 2004 og Sáttmálar um samskipti sem einnig er eftir Judy Anderson, þýdd af Magna Hjálmarssyni 2004, Undirstöður uppbyggingar, eftir Anne O´Brien (byggt á verkum Diane Gossen, gefin út á íslensku á Álftanesi árið 2008 og Verkfærakistan, byggð á verkum Diane Gossen en Magni Hjálmarsson tók saman, árið 2004).

Hér má sjá bekkjarsáttmála Nesskóla. 

1.HIG

2.KSS

3.GS

4.GHR

5.VG

6.GJS

7.HB

8.ABF

9.SHÁ

10.SJG