Nesskóli í Evrópu
Undanfarin ár hefur Nesskóli tekið þátt í samstarfsverkefni með skólum í mörgum löndum. Samstarfsverkefni sem þetta gengur út á heimsóknir milli skóla með nemendur, nemendur okkar hafa verið svo heppnir að heimsækja mörg lönd og við höfum líka tekið á móti nemendum.
Erasmus+ er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins, hún styður m.a. við menntastofnanir og einnig íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Skólar hafa möguleika á tvenns konar verkefnum. Annarsvegar samstarfsverkefnum milli skóla og einnig geta þeir sent starfsfólk á námskeið erlendis. Við í Nesskóla höfum verið þátttakendur í báðum tegundunum undanfarin tvö ár. Auk samstarfsverkefnisins hafa sex kennarar farið á námskeið, bæði til Grikklands og Ítalíu.