Haustið 2010 hófst innleiðing á Uppeldi til ábyrgðar í Nesskóla eins og í öðrum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Unnið hefur verið eftir uppeldisstefnunni síðan.
Við setjum skýr mörk
Við í Nesskóla setjum skýr mörk á milli þeirrar hegðunar sem er ásættanleg og eðlileg og þeirrar hegðunar sem ekki er hægt að sætta sig við. Hegðun er byggir á stjórnleysi er óásættanleg.Hegðun sem byggir á sjálfstjórn er æskileg.
Hvað gerist ef hegðun er óásættanleg?
Nemandinn fær val un tvær leiðir til lausnar á málum sínum:
Leið 1) Hann getur valið um að fara milda og árangursríka leið –uppbyggingu.
Leið 2) Hann velur að taka skilgreindum afleiðingum gjörða sinna- viðurlögum.
Ferli agamála í kennslustund:
LEIÐ 1)
ÁRANGURSRÍK LEIÐ TIL LAUSNAR – UPPBYGGING
Nemendur geta valið árangursríka leið til lausnar ef hegðun þeirra reynist óásættanleg. Við í Nesskóla viljum vinna agamál á þann hátt að allir aðilar komi sem sterkastir frá samskiptum, tilbúnir til að líta í eigin barm og ná betri stjórn á eigin hegðun.
Allir geta gert mistök
Þeir sem starfa í Nesskóla eru mannlegir og þeim geta orðið á mistök í hegðun, umgengni og samskiptum. Það gildir um alla: nemendur, kennara, stjórnendur og aðra starfsmenn skólans.
Mistök er hægt að leiðrétta
Besta leiðin til þess að vinna sig út úr vanda er að viðurkenna þau mistök sem orðið hafa - gera áætlun um að leiðrétta þau - og læra þannig betri leið sem nýtist viðkomandi við svipaðar aðstæður.
Æskileg hegðun:
Nemandi:
LEIÐ 2)
NEMANDI ÞIGGUR EKKI TILBOÐ UM AÐ GERA UPPBYGGINGARÁÆTLUN
Ef nemandi þiggur ekki tilboð um að gera uppbyggingaráætlun er málum vísað til umsjónarkennara / deildarstjóra viðkomandi stigs sem ákvarðar framhaldið. Í flestum tilvikum er boðað sem fyrst til fundar með foreldrum viðkomandi nemanda. Þá taka oftast við aðgerðir sem byggja ekki á sjálfstjórn nemanda heldur skilyrðum og eftirliti.
Dæmi um úrræði þegar nemendur geta ekki eða vilja ekki
leiðrétta hegðun sína og snúa sterkari til starfa á ný:
LÖGBROT / ALVARLEG AGABROT - VIÐURLÖG
Þegar nemendur brjóta alvarlega af sér eru foreldrar kallaðir til. Nemanda er vísað frá skóla á meðan afgreiðsla máls er undirbúin. Samkvæmt lögum má málsmeðferð taka allt að 5 virkum dögum án þess að nemanda sé útvegað annað skólaúrræði. Skólinn vinnur samkvæmt verklagsreglum um málsmeðferð vegna lögbrota og alvarlegra agabrota.
Hægt er að lesa nánar um stefnuna í Netlu, grein eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarsson