Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur, 16. nóvember, tileinkaður íslensku. Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar.