Áttundi árgangur barnabóka í Nesskóla er kominn út. Í desember vinna nemendur í 10. bekk verkefni í íslensku þar sem þeir skrifa, myndskreyta og hanna barnabók frá grunni. Fimm bækur voru skrifaðar í ár og bætast við safnið sem nú telur 39 eintök af bráð skemmtilegum og vel unnum barnabókum sem nemendur mega vera stoltir af. Bækurnar eru geymdar í Nesskóla.
Í byrjun janúar fóru nemendur í 10. bekk í heimsókn á leikskólann Eyrarvelli og lásu fyrir elstu nemendur sem hlustuðu af athygli.