Nemendur í 5. og 6. bekk fóru í vettvangsferð í Seldal þar sem Helga Steinsson og Einar Már tóku á móti okkur. Við vorum búin að vera læra um geitunga og býflugur í náttúrufræði undanfarið svo nú var kærkomið að fara út í náttúruna og skoða sjálf.
Helga og Einar fræddu nemendur um býflugur og býflugnarækt. Þau sýndu nemendum hvernig hægt væri að nýta afurðir þessara stórmerkilegra vera. Einnig fengu nemendur að prófa gallana, kíkja ofan í búið og þau fengu að smakka dýrindis hunang.
Þetta var frábær dagur og allir skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar.
Takk fyrir okkur Helga og Einar Már,
Fleiri myndir má finna hér --> myndir
Kv. Miðstig.