Í dag var dagur eineltis og tók Nesskóli þátt í þeim degi eins og svo margir.
Nesskóli var með umfjöllun í bekk og voru sýnd myndskeið sem eineltisteymi skólans var búið að leggja til. Einnig voru skornar niður arkir sem skrifuð voru falleg orð sem verða svo hengd upp og hægt að lesa á göngum skólans.
Meðfylgjandi er mynd af 8.SJG sem gerði kærleikshjarta. Hver hlekkur í keðjunni inniheldur falleg skilaboð frá nemendum til þess sem les. Hugmyndin er að lesturinn færi lesandanum gleði og vellíðan.