Endurskin í skammdeginu

Endurskinsmerki
Endurskinsmerki

Bílastæði starfsmanna vestan við skólann er vinsæll skilastaður nemenda þegar þeim er keyrt í skólann. Bílastæðið er ansi þröngt og erfitt nú í svartasta skammdeginu. Við mælum því með að foreldrar stoppi annaðhvort við íþróttahúsið og leyfi börnunum að ganga þaðan eða nota bílastæðið austan við skólann og muna að beygja alltaf inn eftir þegar ekið er frá skólanum.

Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu. Útsýni ökumanna er allt annað en þeirra sem eru gangandi eða hjólandi. Gangandi eða hjólandi vegfarendur ættu því ætíð að nota viðeigandi öryggisbúnað s.s. endurskin, ljósabúnað og hjálm. Við beinum því til ykkar að yfirfara hjólabúnað og yfirhafnir barnanna og ganga úr skugga um það að endurskinsmerki séu á yfirhöfnum og glitaugu og ljós á reiðhjólum.

Verum vel upplýst og örugg í umferðinni!