Nesskóli er Erasmusskóli og er í samvinnu með skólum í Danmörk, Eistlandi, Lettlandi og Portúgal. Farið verður í 3 ferðir í vetur til Eistlands, Lettlands og Portúgal. Árgangur 2006 er bekkur sem fær að fara í þessar ferðir.
Dagana 2. - 10. október var farið til Eistlands þar sem sjö krakkar frá Nesskóla ásamt tveimur starfsmönnum unnu verkefni, fóru á fyrirlestra og skoðunarferðir út frá þema verkefnisins sem er "We only have one planet". Að þessu sinni var ferðalagið frekar langt og var komið við í Svíþjóð og Lettlandi til að komast til og frá Eistlandi. Allir komu ánægðir og fræðslunni ríkari heim.
Næsta ferð er áætluð til Lettlands í janúar 2022.