Í morgun, 26. apríl 2023, fékk unglingastig Nesskóla góða heimsókn frá Heilsulausnum sem voru með Vímuefnafræðsluna VELDU.
Var fyrirlesturinn upplýsandi um skaðsemi og ávanabindingu ýmissa óæskilegra efna, bæði ólöglegra og löglegra.
Unglingarnir voru hvattir til rökrænnar hugsunar og að velta fyrir sér áhættunni sem er að baki notkun á ávanabindandi- og fíkniefnum.
Fræðslan snéri einnig að því að fara yfir verndandi þætti gegn áhættuhegðun og farið yfir styrkleika sem ALLIR hafa og geta ræktað. Einnig voru unglingarnir hvattir til að taka afstöðu gegn notkun óæskilegra efna og styðja hvert annað á þeirri braut ef þau umgangast einstaklinga sem hvetja þau til einhvers konar neyslu. Það mikilvægasta sem við viljum kenna þeim er að taka á móti upplýsingum með gagnrýnum huga og taka svo sjálf ákvörðun.