Fyrsta vika skólans er nú liðin og er ekki annað hægt en að segja að hún hafi gengið glimrandi vel. Við vorum heppin með veður svo það var mikið farið út.
Samþættingarverkefnin byrjuðu einnig í síðustu viku. En í ár þá eru samþættingarverkefnin þrjú en ekki eitt eins og var í fyrra.
Unglingastig skírði sína samþættingu Naglasúpa. Þá hittist allt unglingastig á sal í upphafi hvers verkefnis og síðan dreifast þau á stofur og er ekki hrein bekkjarskipting á unglingastigi á meðan á verkefninu stendur. Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins hérna.
6. og 7. bekkur er saman í samþættingu en það er ekki komið neitt nafn á þá samþættingartíma, en í fyrra hétu þeir STÍUN (sem er upphafstafur allra greina sem eru nýttar í samþættinguna)
4.og 5. bekkur eru saman í samþættingu en það er ekki komið nafn á þá samþættingu ennþá. En þau fóru meðal annars upp á hoppibelg í fyrsta tíma og nutu veðurblíðunnar og skemmtu sér vel saman.