Í gær, 11.apríl, hófst kennsla eftir pàskafrí í Nesskóla en dagurinn var með nokkuð óhefðbundnu sniði.
Starfsfólk skólans fékk fyrst um morguninn fræðslu um mögulegar afleiðingar àfalla hjá börnum í kjölfar atburða eins og snjóflóða en àhersla var lögð á viðbrögð og stuðning skólastarfsfólks til handa nemendum. Um fræðsluna sá yfirsálfræðingur HSA en ásamt honum mættu nokkrir viðbragðsaðilar eins og fulltrúar frá Rauða Krossinum, prestar og skólasálfræðingar frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar.
Nemendur mættu í kjölfarið í sína heimastofu þar sem umsjónakennari, stuðningsfulltrúar og viðbragðsaðilar gáfu nemendum tíma til að ræða það sem efst var á baugi hjá þeim eftir undanfarnar vikur.
Mikill vilji er meðal starfsfólks skólans til að taka faglega og vel á mögulegum afleiðingum þeirra áfalla sem dunið hafa yfir litla samfélagið okkar og er foreldrum bent á að hafa samband við skólastjórnendur ef þeir telja að börnin þeirra þurfi á stuðningi að halda vegna þeirra.
Við þökkum viðbragðsaðilum kærlega fyrir þá aðstoð sem þeir veittu bæði starfsfólki og nemendum skólans.