Við fórum í gönguferð miðstigs Nesskóla síðastliðinn þriðjudag. Við löbbuðum frá rimlahliðinu við Fannardal og upp að Hólatjörnum. Þetta hefur því verið um 8 km ganga allt í allt og stóðu krakkarnir sig einstaklega vel. Það er alltaf gríðarlegur spenningur í krökkunum að fá að borða nestið sitt og voru margir farnir að biðja um að borða eftir um 15 mínútna göngu.
Eftir miklar samningaviðræður, sem áttu sér auðvitað stað á meðan við gengum, þá féllust við öll á það að byrja á nestinu þegar við kæmum að Hólatjörnum. Við byrjuðum á að setjast við Helgudalstjörn og fengu þá krakkarnir sitt langþráða nesti.
Veðrið var svo gott þennan dag að flest allir stungu sér til sunds í tjörninni eftir að hafa borðað fylli sína. Eftir að hafa svamlað þarna í dágóðan tíma þá skrifuðum við nöfnin okkar í gestabók og fórum niður að næstu tjörn. Þar var einnig svamlað í dágóðan tíma og skemmtu allir sér mjög vel.
Frábær dagur í alla staði og veðurblíðan maður minn. Segir Höskuldur stigstjóri miðstigs.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.