Sýningar á leikverkinu Grease voru haldnar hjá Nesskóla í síðastliðinni viku. Alls seldust 789 miðar. Sýningin fékk frábærar viðtökur frá sýningargestum. Nemendur sýndu mikinn áhuga, metnað og dug við undirbúning sýningarinnar og uppskáru eftir því.
Starfsfólk Nesskóla vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem að sýningunni komu. Sem skólastjóri fyllist ég stolti yfir þessu verkefni. Sýning sem þessi er skýrt dæmi þess hverju hægt er að áorka þegar grunnstoðir hvers skólasamfélags (nemendur og starfsfólk skóla, foreldrar og grendarsamfélag) vinna náið saman.