Gróðursetning

Nú hefur verið úthlutað úr Yrkju sjóði æskunnar til ræktunar landsins. Úthlutun Nesskóla í ár er 670 plöntur af birki. Plönturnar ykkar koma frá gróðrarstöðinni Sólskógum. 
Nemendur á unglingastigi komu plöntunum í jarðveg og gróðursett var í leiðigarðinn að innanverðu. Undanfarin ár höfum við farið á vorin og plantað niður en breyting varð á þetta skólaárið eins og með svo margt annað. Vonandi ná þessar plöntur að dafna.