Þegar vorar og hlýnar í veðri eru reiðhjólin og aðrir farskjótar gjarnan dregnir fram. Þá er þörf á að rifja upp reglur um notkun slíks búnaðar.
Gilda fyrir reiðhjól, rafmagnshjól og rafmagnshlaupahjól
1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá og með vori í 3. bekk. Nemandi sem kemur hjólandi í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem meta færni barnsins og aðstæður á hjólaleiðinni. Skv. 44. grein umferðarlaga mega börn yngri en níu ára ekki hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri. Samkvæmt tillögum frá Umferðastofu er meginreglan sú að börn eiga ekki að hjóla í umferð innan um bíla fyrr en þau eru orðin ellefu til tólf ára gömul.
2. Allir nemendur sem koma á hjóli í skólann eiga að vera með hjálm. 79. grein umferðarlaga segir: „Barn yngra en 16 ára skal nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar“.
3. Nemendur mega ekki vera á hjóli í frímínútum eða í Vinaseli.
4. Á skólatíma eiga hjól að vera læst í eða við hjólagrindur. Skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum.
ATH.Nemendur í 1. og 2.bekk mega hjóla í og heim úr skóla ef þau eru í fylgd með eftirlits aðila sem hefur náð 15 ára aldri.