Það er svo sannarlega búið að vera annasöm vika í Nesskóla. Það er búið að vera gulurdagur til stuðnings geðheilbrigði og forvörnum gegn sjálfsvígum og það var bleikurdagur á unglingastigi til minningar um Bryndísi Klöru.
Það var fyrirlestur fyrir foreldra á fimmtudaginn með Þorgrími Þráinssyni þar sem hann fjallaði um:
Fór Þorgrímur með sama fyrirlestur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í morgun, föstudaginn 13. september. Hélt hann einnig fyrirlestur fyrir allt miðstig þar sem hann fjallaði um mikilvægi lesturs. Hélt Þorgrímur athygli nemenda allan tímann enda alltaf gott og fróðlegt að hlusta á hann. Gaf hann skólanum og bókasafninu þrjá bókatitla tvær af hverri bók. Það eru bækurnar Hjálp, Núll núll 9 og Þoka, þökkum við Þorgrími kærlega fyrir komuna og gjafirnar. Hlökkum til að fá þig í heimsókn á næsta skólaári.
Nemandi í 10. SJG, hann Valgeir Elís Hafþórsson er í stjórn ungmennaráðs. Eru þau núna stödd í Noregi í Erasmus+ verkefni. Verkefnið gengur út á að læra menningu ungmenna í Noregi og menningu almennt í Noregi. Þau eru að kynna sér félagsmiðstöðvar þar í landi ásamt því að efla ungmennafélögin þar í landi. Er hann þar ásamt fleiri krökkum frá Íslandi. Hlökkum við til að fá hann heim til að segja okkur meira frá því sem hann var að gera þarna úti.
Í dag föstudaginn 13. september var bekkjum á yngsta stigi blandað saman í kennslu. Fyrst 2. – 4. bekk þar sem þau fóru í hringekju fram yfir hádegi. Svo bættist 1. bekkur við í smá leik fyrir helgarfrí. Gekk dagurinn virkilega vel fyrir sig enda vel skipulagt af kennurum bekkjanna. Ástæða blöndunarinnar var Byrjendalæsisráðstefna sem umsjónakennarar yngsta stigs fóru á til Akureyrar í dag. Koma þær fullar af nýjum fróðleik um lestur eftir helgi.
Vinna á skólalóð er að fara í gang og langar okkur að biðja ykkur að fylgjast vel með hvort það sé vinna í gangi eða ekki þegar þið sendið börn á leikvöllinn eða vitið að þau ætli að fara á leikvöllinn við skólann. Við erum ekki komið með neitt skipulag í hendurnar, vitum bara að það er að fara fram vinna næstu vikur.
Að lokum langar okkur að senda hrós frá lögreglunni sem okkur barst í vikunni sem var við hraðamælingar á Nesgötunni.
Ég var með skólaeftirlit í Nesgötu í morgun. Ég vildi bara koma því áleiðis að það var ánægjulegt að sjá að lang flestir virtu hraðatakmarkanir fyrir neðan skólann og má endilega koma því hrósi áfram til foreldra við tækifæri og að vonandi haldi það áfram 😊
Sendum ykkur kveðjur inn í helgina og hlökkum til næstu viku.