Í dag sáu nemendur í 1. - 4. bekk leiksýninguna Krakkarnir í hverfinu. Sýningin stendur öllum börnum í 2. bekk í grunnskólum landsins til boða en þar sem þær féllu niður á meðan Covid stóð var fleiri bekkjum boðið með að þessu sinni.
Sýningunni er ætlað að auðvelda börnum að segja frá ofbeldi sem þau mögulega verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.
Velferðarráðuneytið gerði samning um verkefnið við leikhúsið Tíu fingur, en Barnaverndarstofa heldur utanum verkefnið.