Morgunsöngur

Nú hefst hver vika í Nesskóla á morgunsöng með nemendum í 1. - 7.bekk. Fyrsta morgunsönginn voru sungin lögin: Skólasöngur Nesskóla eftir Jón Hilmar Kárason og Sigrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur og Afmælisvísur eftir Atla Heimi Sveinsson og Þórarinn Eldjárn. 

Skólasöngur Nesskóla

Lag eftir Jón Hilmar Kárason

Við skokkum öll í skólann kát og glöð

Og strengjum okkar heit að vera vinir.

Orðin okkar lærum í réttri röð

Viska, virðing, vinátta, eins og hinir

Við kaupstaðinn sem kenndur er við Nes.

Krökkum finnst í skólanum þar gaman.

Þar liggja okkar rætur,

Þar liggja okkar spor.

Þar eru okkar minningarbækur.

Í Nesskóla við njótum okkar vel

Og náminu við sinnum öll sem eitt.

Þann þroska sem ég innra með mér el

Skal enginn geta úr þeli mínu eytt.

Við kaupstaðinn sem kenndur er við Nes.

Krökkum finnst í skólanum þar gaman.

Þar liggja okkar rætur,

Þar liggja okkar spor.

Þar eru okkar minningarbækur.

Við skokkum öll í skólann kát og glöð

Og strengjum okkar heit að vera vinir.

Orðin okkar lærum í réttri röð

Viska, virðing, vinátta, eins og hinir

Viska, virðing, vinátta eins og hinir.

Viska, virðing, vinátta eins og hinir.

Viska, virðing, vinátta eins og hinir.

Höf. Jón Hilmar Kárason og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir

 

Afmælissöngur

Lag eftir Atla Heimir Sveinsson

Afmæli þú átt í dag,

Út af því við syngjum lag,

Sama daginn sem er nú,

Sannarlega fæddist þú.

:,: Til hamingju með heilladaginn þinn,

Heillakallinn!:,:

 

Allt þér gangi vel í vil,

Vertu áfram lengi til,

Allt þér verði hér í hag.

Höldum upp á þennan dag,

:,: Til hamingju með heilladaginn þinn,

Heillakellingin!:,:

Höf. Þórarinn Eldjárn