Þann 30. mars var lokauppgjör Erasmus verkefnis Nesskóla og Landsbyggðavina, Engaging Rural Youth. Þar með lauk þriggja ára verkefni með kynningum á verkefnum nemenda og heimsókn samstarfsskóla til Íslands. N4 leit við og tók krakkana í 7. bekk tali: https://n4.is/spilari/y4qMY33_usE
Ásamt þessu verkefni er hópur 10. bekkinga í Portúgal ásamt Þorfríði Soffíu aðstoðarskólastjóra og Sunnu Björg kennara. 10. bekkingar eru einnig í Erasmus verkefni. Þeim bekk var skipt í þrjá hópa, fyrsti hópurinn fór til Eistlands síðastliðið haust, ásamt Þórfríði og Sigríði Margréti stuðningsfulltrúa. Verkefni 10. bekkjar lýkur svo með ferð þriðja hópsins til Lettlands fyrstu vikuna í maí, ásamt Þórfríði og Viktoríu kennara. Vegna Covid var ekki farið til Danmerkur en sú heimsókn átti sér stað á veraldarvefnum.
Hægt er að fylgjast með krökkunum á instagram reikningi Nesskóla og Snapchat, @nesskolierasmus