Nýsköpunarkeppni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Matís fór fram í haust eins og í fyrra. Í ár var unnið með efnið þara. Voru það nemendur á unglingastigi í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði sem tóku þátt. Voru um 30 hugmyndir sem var skilað inn og hver hugmyndin af annari betri. En þar sem þetta er keppni þá voru það þrjú efstu sætin sem fengu verðlaun. Voru það forseti Íslands Guðni T.h. Jóhannesson og Stefán Þór Eysteinsson, starfsmaður Matís, sem veittu verðlaunin.
1. sæti Þaraplast - hugmyndasmiðir Júlíus Bjarni Sigurðsson og Svanur Hafþórson í 9.VG
2. sæti Þara- og birkikrydd - hugmyndasmiðir Álfdís Þór Theódórsson og Stefanía Guðrún Birgisdóttir í 9.VG
3. sæti Þaramálning - hugmyndasmiðir nemendur í Grunnskóla Eskifjarðar
Erum við afskaplega stolt af nemendum okkar í Nesskóla og kennara þeirra í nýsköpun henni Viktoríu Gilsdóttir, óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Meðfylgjandi eru myndir af fyrsta og öðru sæti ásamt Silvíu sem gaf forsetanum krem frá sínum hóp sem bar nafnið Forsetakrem. Guðni sagði sjálfur að þau ættu að geta séð í næsta áramótaávarpi hvort að kremið myndi virka sem skildi.