Frá síðasta pósti hefur svo sannarlega margt gerst. Það var salur hjá 3.ÞEH föstudaginn 20.október. Sýndu þau fyrir fjölskyldu og samnemendur stórkostlega sýningu.
Það var vetrarfrí hjá okkur alveg í þrjá daga. Eftir vetrarfrí kom Bjarni Fritz og las upp úr bókunum sínum og þar sagði hann frá nýjum bókum sem eru að koma frá honum.
Frysti, annar og þriðji bekkur fengu að fara á sal til að sjá Jazzhrekk sem er tónlistar viðburður á vegum Menningarstofu Fjarðarbyggðar
Svo má ekki sleppa því að tala um þemadagana okkar sem voru núna í vikunni. Þemað voru einkunnarorð skólans Viska – Virðing – Vinátta. Má með sanni segja að dagarnir hafi gengið glimrandi vel. Yngsta stig unnu með bækurnar Litla fólkið og stóru draumarnir og gerðu verkefni sem tengdust einstaklingum sem koma fram í bókunum eins og dans, geimsskip, máluðu regnboga, himingeimin og hnetti. Miðstig gerðu tónlistarmyndbönd, vinaarmbönd, klippitexta og saumuðu hjörtu. Unglingastig gerðu kynningarmyndbönd um skólann, tónlistarmyndbönd um vináttu, emoji krukkur og vinaarmbönd, orð um einkunnarorð okkar og piparkökuhús.
Allt var þetta virkilega skapandi og fræðandi fyrir alla. Við enduðum svo þemadagana með opnu húsi þar sem öllum var boðið að heimsækja okkur og sjá afraksturinn. Yngsta stig byrjaði dagskánna með því að sýna dans á sal sem þau lærðu á þemadögunum. Gekk dagurinn virkilega vel og sýningin var mjög vel heppnuð.
Í næstu viku þá er dagur íslenskrar tungu 16.nóvember en þann dag er einnig upphaf æfinga á stóru upplestrarkeppninni sem Nesskóli hefur tekið þátt í frá upphafi. Dagurinn er afmælisdagur Jónas Hallgrímssonar og ætlum við að heiðra hann og okkar fallega tungumál þann dag.