9. bekkur Nesskóla setur upp leiksýningu ár hvert og í ár er engin breyting á. Að þessu sinni varð leikritið Sjóræningjaprinsessan fyrir valinu eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur.
Sjóræningjaprinsessan fjallar um stelpu sem er með það á heilanum að vera sjóræningjaprinsessa. Hún er alin upp hjá frændfólki sínu sem eiga tvo stráka þá Matta og Grrra. Einn daginn koma skrítnir gestir í heimsókn á gistiheimilið þar sem foreldrar þeirra vinna og út frá því myndast skemmtileg atburðarrás sem er skemmtilegt fyrir allan aldur. En eins og sjóræningjar eru þá eru þeir frekar grófir í tali og elska Romm en ekkert sem börn eða fullorðnir ættu að óttast.
Miðapantanir fara fram á netinu og eru miðar borgaðir fyrirfram. Hægt er að panta miða og fá greiðslu upplýsingar inn á þessum link http://bit.ly/nes9bekkur