Skjánotkun og svefn

Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT hafa gefið út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna. Viðmiðin eru gefin út til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki. 

Skjáviðmiðin eru gefin út fyrir aldursbilin 0–5 ára, 6–12 ára og 13–18 ára.

Hér fyrir neðan má skoða viðmið fyrir hvert aldursbil:

Skjáviðmið fyrir 0–5 ára

Skjáviðmið fyrir 6–12 ára

Skjáviðmið fyrir 13–18 ára

Svefnþörf  manna er ólík eftir einstaklingum. Það hvort fólk vaknar úthvílt að morgni er besti mælikvarðinn á það hvort það hefur sofið nóg. Margir gefa sér ekki tíma til að sofa nóg en það kemur niður á heilsu fólks fyrr eða síðar. Taflan hér að neðan sýnir hvað mælt er með miklum svefni eftir aldri.

 
 Aldur Klukkustundir
   
 14 - 17 ára 8 - 10
 6 - 13 ára 9 - 11
 3 - 5 ára 10 - 13