SKÓLAR Í FJARÐABYGGÐ VERÐA OPNIR Í DAG

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. 

Við minnum á að símanúmerið okkar ásamt netfangi er á forsíðu heimasíðunnar. 

The Icelandic Meteorological Office expects very bad weather in East Iceland today. Strong winds are expected, between 20 and 30 meters per second and some snow. However, there is no reason to cancel school because of this and all schools in Fjarðabyggð will be open today. Parents are asked to evaluate whether they send their children to school or not.