Ákveðið hefur verið að halda áfram því gagnlega og góða verkefni sem Stóra upplestrarkeppnin er í grunnskólum á Austurlandi þrátt fyrir að Raddir hafi horfið frá verkefninu. Skólaþjónusta Múlaþings og Skólaþjónusta Fjarðabyggðar munu halda utan um verkefnið í grunnskólum í sínum umdæmum og sinna verkefninu eins og Skólaskrifstofa Austurlands gerði áður. Við höfum ákveðið að verkefnið beri heitið Stóra upplestrarkeppnin á Austurlandi.
Undankeppnin fyrir Stóru upplestrarkeppnina á Austurlandi í Nesskóla átti sér stað í dag, mánudaginn 21.mars. Fyrir hönd Nesskóla munu þau: Unnur Þóra Örvarsdóttir, Aron Ingi Elvarsson, Oliver Karol Dowgier og Máni Franz Jóhannsson keppa. Varamenn eru: Fanney Karlsdóttir og Roza Madhara.
Lokakeppnin mun svo vera þann 31.mars í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði kl. 14 - 16.