STREAM verkefni á unglingastigi

Haustið 2024 fengu nemendur á unglingastigi Nesskóla að spreyta sig á STREAM verkefnum í ensku. STREAM stendur fyrir Science, Technology, Reading and Writing, Engineering, Art og Math. Verkefni af þessu tagi ýta meðal annars undir sköpunarkraft og samvinnu. Sigrún Júlía enskukennari fór til Frakklands á námskeið í STREAM á vegum Erasmus+ og má segja að það sé kveikjan að þessari vinnu. Verkefnalýsingar vann hún svo með aðstoð ChatGPT.

 

8. bekkur fékk að búa til vatnssíur (Water Filter Project). Hópavinna við að hanna og útbúa vatnssíu sem getur hreinsað óhreint vatn. Virknin prófuð með því að sía vatnið og sjá muninn fyrir og eftir síun. Einnig átti að skila skýrslu á ensku sem lýsti ferlinu, efni sem notað var og niðurstöðum könnunarinnar. Nemendur komu með efni að heiman. Vatnsflöskur, bómullarskífur, þvottastykki, teygjur o.fl. og svo sóttu þeir óhreint vatn og möl í nærumhverfi skólans. Hafist var handa við að sía, mynda og skrá. Að lokum kynnti hver hópur vinnuferli og niðurstöður sinnar tilraunar á ensku fyrir bekknum. Niðurstöðurnar voru yfirleitt þær að ef nemendur væru nógu þyrstir myndu þeir geta hugsað sér að drekka vatnið eftir hreinsun, allavega í eyðimörk.

9. bekkingar fengu að búa til drauma borgina sína (The Dream City). Hópavinna sem miðar að því að hanna græna sjálfbæra borg framtíðarinnar með hliðsjón af ýmsum þáttum borgarlífsins. Þar á meðal; umhverfisvænir starfshættir, endurnýjanlegir orkugjafar, græn svæði og sjálfbærni. Skilvirkar og vistvænar samgöngur. Menntakerfi með nýstárlegum námsaðferðum. Íþróttir, menning og listir, heilsugæsla, sorphirða, lágmörkun úrgangs og fráveitumál sem tryggja heilbrigt umhverfi fyrir alla, stjórnkerfi o.m.fl. Þetta verkefni kveikti svo sannarlega í sköpunargleði nemenda. Upp spunnust heilu sögurnar, teikningar, allskonar myndir, gjaldmiðlar, fánar, borgarstjórar, þjóðarréttir og fantasíur. Gervigreindin var notuð óspart til að útbúa myndir og styðja við verkefnið. Að lokum kynntu nemendur borgirnar sínar með glærukynningum á prýðilegri ensku. Meðfylgjandi eru myndir valdar af handahófi úr kynningunum. Þar má m.a. sjá íþróttaleikvang, borgarstjóra, skipulag og listsköpun.

10. bekkingar fengu að búa til bát. Hópaverkefni þar sem hannaðir voru bátar og smíðaðir úr efni sem nemendur komu með að heiman. Báturinn þarf að geta flotið og ferðast að lágmarki 25 metra með eigin vélarafli, segli eða öðrum útbúnaði. Skráning á verkferlinu kemur fram í ítarlegri skýrslu á ensku. Þar kemur fram hugmyndavinna, hönnun, smíði, prófanir og loka hugleiðingar. Hér skiptir samvinna miklu við að hanna, smíða og prófa bátinn og eins við skráninguna. Hér er um litla báta að ræða og efniviðurinn er t.d. plastflöskur, tré og frauðplast. Miklar umræður sköpuðust um hvernig ætti að knýja bátana og ýmsar tilraunir fóru í gang. Nokkrir hópar fengu aðstoð frá foreldrum (pöbbum) og þannig tengdust heimili og skóli. Við fengum leyfi til að prófa bátana í sundlauginni og siglingavegalengdin miðast við lengd sundlaugarinnar. Það var mjög skemmtileg stund þegar bátarnir voru settir á flot. Einn í einu fékk að spreyta sig, allir hreyfðust eitthvað og sumir sigldu alla leið yfir laugina, 25 metra. Eftir útiveruna tók við skýrsluvinna og verkefninu lauk með kynningum hópanna á sínum verkferlum og fleyi.

Hér eru dæmi á ensku um hvað nemendum fannst um verkefnið og að lokum myndir af öllum hópunum með bátana sína:

We liked this project a lot! We learned about science and technology, and we learned to work as a group.

We think that this was a fun and exciting project! It challenged our creativity and made us think outside the box. This project also made us come together as a group and work together! This project absolutely met our expectations since it was fun and different.

This was a fun project where we learned how to connect a motor and make the boat go forward.

 

We thought it would be pretty hard, we did start kinda shady with no idea. We still managed to make the boat and the expectation was quite high but it came out a lot better than we expected. Overall the project was good. We had fun crafting.

 

Our final thought of this project it’s that even though it was challenging at times, it was fun working on it and being creative.

In the beginning of the project we decided on who was going to do what and it worked well for us as a group. We had a lot of fun working together and the project was fun and educational. It wasn't as hard to make the boat as we thought it would be in the beginning.

If the project were to be done by the original project description it would have been impossible but after the allowance of motors in the project it became doable. It was a hard project that really made you think in every way and challenged you to come up with creative ideas to overcome the obstacle of making it move. It worked out well for our group (Aqua Adventurers) and was a fun project to break up the traditional classwork.

Að mínu mati lukkuðust öll verkefnin vel. Þau eru líka dæmi um hvað það er gaman að stíga út fyrir þægindarammann og skapa eitthvað nýtt.

Sigrún Júlía Geirsdóttir

enskukennari

nd