Í dag, miðvikudaginn 22. mars var undankeppni upplestrarkeppni Fjarðarbyggðar haldin hátíðleg í Nesskóla. 7.bekkur ár hvert tekur þátt í upplestrarkeppni Fjarðabyggðar og var engin undantekning tekin í ár. Árgangur 2010 er búin að vera í þjálfun hjá umsjónakennurum sínum þeim Höskuldi Björgúlfssyni og Óskari Ágústi Þorsteinssyni í vetur og var árangurinn samkvæmt því, mjög góður.
Nemendur lásu texta úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrún Íris Sævarsdóttur, með glæsibrag fyrir gesti og dómnefnd. Á meðan dómnefnd var að ákveða sig þá var kaffi og skemmtiatriði. Skemmtiatriðin voru ljóðalestur, einsöngur, rapplag og RedBull gjörningur.
Hrafna söng lagið "My heart will go on" eftir Céline Dion.
Baldur og Styrmir sungu frumsamið rapplag eftir þá sjálfa "Barnaræninginn"
Heiðmar Óli og Atli Dennis voru með RedBull gjörning
Eftirtaldir nemendur fluttu ljóð: Elmar Nóni, Helena, Fanney, Hólmfríður, Guðrún Eva og Sif.
Dómnefndina skipuðu: Þorsteinn N. Ingvarsson, Ingibjörg Þórðardóttir og Magna Júlíana Oddsdóttir
Sigurvegarar dagsins voru þau: Styrmir Snorrason, Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir og Einar Snær Sigurbrandsson
Þessir glæsilegu nemendur munu keppa fyrir hönd Nesskóla í Stóru Upplestrarkeppninni sem haldin verður á Eskifirði 29.mars.
Óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Hérna sjáum við nemendurna sem tóku þátt í dag.
Hérna sjáum við nemendur með umsjónakennurum.
Dómnefndin, Magna, Þorsteinn og Ingibjörg
Hérna sjáum við Sigurvegara dagsins Einar, Styrmir og Fanney