Ókeypis tónsmiðja fyrir ungmenni í Studio Silo á Stöðvarfirði sem fer fram dagana 8 – 9 febrúar 2025. Skráning til 21 janúar með hugmynd af lagi eða tónverki á menningarstofafjardabyggd.is. Í þetta sinn munu Bella Podpadec bresku tónlistarkvári sem er búsett á Seyðisfirði, Jón Hilmar norðfirskum tónlistarmanni & Salóme Katrín upprennandi tónlistarkona frá Ísafirði leiða Upptaktinn á Austurlandi þar sem unnið verður markvisst úr innsendum hugmyndum.
Eina skilyrði til þátttöku er að ungmenni séu í 5 – 10 bekk og búsett á Austurlandi. Skila má tónsmíð inn sem MP3/Wav/Myndbandi eða lagatextum á word skjali eða mynd af handskrifuðum tillögum á menningarstofa@fjardabyggd.is. Með þátttöku eiga ungmennin kost á því að vera valin til þess að taka þátt í Upptakturinn í Reykjavík sem mun fara fram 11 apríl. Þátttakendur eiga því möguleika á því að vinna sér ferð og gistingu til að taka þátt í honum í Reykjavík ásamt forráðamanni.