Fimmtudaginn 1.júní var útskrift 10.SHÁ úr Nesskóla. Er árgangur 2007 búin með sína grunnskólagöngu og aðrir tímar taka við. Umsjónakennari þeirra, Sigga Helga sá um dagskrá ásamt nemendum en foreldrar sáu um salinn og veitingar. Karen Ragnarsdóttir talaði til nemenda í byrjun og bauð Siggu Helgu að taka við að því loknu. Voru nemendur með tónlistaratriði og hópsöng ásamt upprifjun á þeirra skólagöngu. Í einkunnarafhendingu fengu þau gjöf frá skólanum, platti sem við viljum kalla Peppplatta með nafni og pepporðum. Er þetta nýjung sem við viljum halda í og gera að hefð. Stella Rut Axelsdóttir vann að uppsetningu plattans fyrir hönd skólans. Danska sendiráðið gefur nemendum í grunnskólum landsins gjöf fyrir framúrskarandi árangur í dönsku og að þessu sinni var það Embla Fönn Jónsdóttir sem fékk þau verðlaun. Viljum við þakka árgangi 2007 fyrir frábær ár saman með okkur og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Föstudaginn 2.júní voru skólaslit Nesskóla fyrir skólaárið 2022 – 2023 var það Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir sem sleit skólaárinu að þessu sinni áður en nemendur fóru í sínar heimastofur og hittu kennarana sína. Þökkum við öllum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá þau öll aftur eftir sumarfrí ásamt nýjum nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref hjá okkur.