Veltibíll

Í dag kom Veltibíllinn til okkar í heimsókn. Fengu allir að fara inn í hann sem vildu, sem flestir gerðu. Margir vildu fara aftur en það var því miður ekki hægt því dagskráin er stíf hjá bílnum um Austurland.

Í bílinn komast fimm einstaklingar sem spenna beltinn og fara í 2x1,5 hring bíllinn veltur miðað við að hann hafi verið á 7 km hraða og eru einstaklingarnir inn í bílnum í ca 3 mín í einu. Var þetta mikil upplifun fyrir marga hvort sem þau hafi verið í bíl sem hefur oltið eða ekki. Fannst okkur frábært að fá þessa heimsókn til okkar og vonumst til að þeir komi aftur til okkar einhvern tíman seinna. 

Starfsmaður Veltibílsins tók hópmyndir af öllum bekkjum en við náðum nokkrum myndum af bílnum í veltu hjá 8.bekk sem fá að fylgja fréttinni.