Vikupósturinn

Vikan byrjaði á starfsdegi sem þýðir að nemendur skólans fengu frí og langa helgi en starfsdólk skólans mætti í vinnu. Starfsdagurinn var vinna í leiðsagnarnámi með áherslu á námsveggi. Byrjað á fræðslu sem Karen skólastýra sá um og svo var farið í vinnuhópa fyrst blandaða hópa og svo hittumst stigin til að samræmi sína námsveggi. Svo var endað á sal þar sem við kynntum niðurstöður hópanna og samræmdum hugmyndirnar að skólanum. Erum við mjög spennt að halda áfram í þessari vinnu í vetur.

Á þriðjudaginn voru tónleikar með DJ Flugvél og geimskip sem er partur af BRAS viðburðum hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar og heitir “Hringferðin – Tónlistarferðalag með dj. Flugvél og geimskip”. Farið er með verkefnið í skóla á Austurlandi þar sem börnum er boðið að upplifa tónlist, sköpunarkraft og ímyndunarafl meðan farið er í tónlistarfeðalag langt út í geim og niður í undirdjúpin.

Dj. flugvél og geimskip er sólóverkefni Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur sem endurspeglar mátt ímyndunaraflsins og fjölbreytileika tónlistarinnar. Steinunn sækir innblástur sinn í ævintýri, furður hafsins og óendaleika alheimsins þar sem hún leikur sér með glaðværa tóna og litrík ljós og segir einstakar sögur. Sviðsframkoma hennar er lífleg og fjörug en um leið dulúðleg og hættuleg en á viðburðinum í gær bauð hún nemendum með sér í ævintýralega Hringferð þar sem undirdjúpin og geimurinn var skoðaður á fjörugan og skemmtilegan hátt. Steinunn fræddi krakkana um sköpun og tónlist, hvernig hún nýtir sér tæknina og hvað er gott að hafa í huga þegar verið er að vinna að listsköpun en hún er ekki bara tónlistarkona heldur er hún myndlistarkona og vinnur einnig við töluleikjagerð. dj. flugvél og geimskip hefur gefið út fjórar sólóplötur, nú síðast Our Atlantis (2018), Nótt á hafsbotni (2015) og Glamúr í geimnum (2013) en fyrst kom Rokk og róleg lög (2010). Plötur dj. flugvél og geimskip hefur verið vel tekið af gagnrýnendum, hún hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, unnið Kraumsverðlaunin fyrir bestu plötu ársins, fengið frábæra dóma í erlendum tónlistartímaritum á borð við Uncut og Mojo og haldið tónleika um allan heim.

DJ flugvélar og geimskip

DJ flugvélar og geimskip

Á miðvikudaginn var einnig fræðsla á vegum netumferðaskólans. Fræðslan var fyrir miðstig og starfsdólk. Netumferðaskólinn er fræðsla um netöryggi og persónuvernd. Hvert umferðinni er stýrt á netinu með bara einu “click” á internetinu. Margt sem kom virkilega á óvart og margt sem ber að varast. Virkilega spennandi verkefni sem er svo löngu orðið tímabært að allir fylgist með þessu frábæra starfi.

Á föstududaginn var salur hjá 4.HIG og er þetta fyrsti salur vetrarins og jafnframt fyrsti salur í langan tíma. Til gamans má geta að þetta var fyrsti salur sem þessi Árgangur hefur haldið sal og stóðu þau sig virkilega vel við að kynna heimsálfur og lönd innan þeirra. Mikil ánægja er að búið sé að endurvekja þetta frábæra starf sem starfsfólk og nemendur vinna við uppsetningu á stuttverkum á sal.

Salur 4.HIG

Á föstudagskvöld lagði 9.SJG af stað á leið sína í Erasmus ferð til Frakklands. En meira um það í næsta fréttapistli. Þangað til hvetjum ykkur til að fylgjast með á instagram síðu Nesskóla og snapchat Erasmusverkefnis Nesskóla: nesskolierasmus