Vorboðinn hjólað í skólann

Nú þegar snjóa tekur að leysa og götur verða greiðfærar fjölgar alltaf þeim nemendum sem koma í skólann á hjóli. Þann 1. janúar s.l. tóku ný umferðarlög gildi og hvetjum við foreldra til að kynna sér þau. 

Nýju lögin má nálgast hér á vef Alþingis.

Hér á síðu Samgöngustofu er samantekt á helstu nýmælum laganna, skipt eftir flokkum.

Meðal nýrra atriða má nefna:

  • Skylda barna til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar er færð í lög og nær nú til barna yngri en 16 ára í stað barna yngri en 15 ára.
  • Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
  • Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki og bann við notkun þeirra gert skýrt, jafnt fyrir ökumenn vélknúinna ökutækja sem og fyrir hjólreiðamenn.