Maí var uppfullur af allskonar uppákomum og skemmtun.
Í byrjun maí fengum við heimsókn frá Auraskolen, Esbjerg í Danmörku þar voru alls 17 nemendur og 3 starfsmenn sem komu til okkar. Voru þau með árgangi 2008 í Nordplusverkefni sem er tveggja ára verkefni sem byrjaði í vetur og endar vorið 2024. Hægt er að skoða heimasíðuna sem íslensku krakkarnir eru að gera samhliða verkefninu https://sites.google.com/fjbskolar.is/agreenerfuture/heim þar koma inn öll verkefni sem þau sinna.
Mynd tekin við snjóflóðagarð og Hjallaskóg Mynd: Hanna
Árshátíð yngsta- og miðstigs voru báðar í maímánuði. Yngsta stig sýndu nokkur örleikrit, söng, dans og tónlist ásamt því að vera með happadrætti. Miðstig sýndi Latabæ og var senum skipt upp á milli bekkja og tóku allir þátt í þeirra uppsetningu. Báðar árshátíðarnar gengu vel fyrir sig og stóðu þau sig mjög vel. Eins og alltaf þá fer innkoma árshátíðarinnar í ferðasjóð 7.bekkjar sem fer í dagsferð á hverju vori. Aðstoðuðu 7.HB og 7.ÓÁÞ við uppsetningu beggja árshátíða og stóðu sig eins og hetjur í því hlutverki.
Öll stig fóru í vorferð sem kom að þessu sinni í stað fjallaferðar sem ekki náðist að fara í á þessu skólaári. Yngsta stig fór á Fáskrúðsfjörð, 5. og 6.bekkur fóru á Egilsstaði og unglingastig fór á Sómastaði og gengu Hólmanesið. 7. Bekkur fór ekki að þessu sinni í vorferð en þau fóru í 7.bekkjarferð og Mjóafjörð ásamt öðrum skólum í Fjarðabyggð.
1.GS tók þátt í starfi með leikskólanum og fengu heimsókn frá Saltkráku, eins fengu þau að fara í heimsókn á Eyrarvelli. Allir glaðir með uppbrot á deginum og er ætlunin að efla enn meira samstarf skólanna beggja. Myndir frá Guðrúni Smáradóttur
10.bekkur var með sýningu á lokaverkefnum sínum eins og síðustu ár en fjögur ár er síðan að nemendur í 10. bekk í Nesskóla unnu fyrst lokaverkefni. Nemendur í 10. SHÁ kynntu lokaverkefni sín nú á vordögum.
Markmið með þessu verkefni er að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda en þeir ákveða sjálfir verkefnið, afla upplýsinga og framkvæma og kynna.
Nemendur eru missnöggir að velja sér verkefni enda ekki auðvelt fyrir alla þegar fyrirmælin eru “þú ræður” á meðan aðrir nærast á þeim.
Verkefni:
Haraldur Einar Einhverfa er allskonar. Umfjöllun um einhverfu.
Freyr, Finnur Örn, Hafsteinn og Haukur Eron. Villti túristinn. Stuttmynd.
Emilía Björk og Berglind Pála. Hello Kitty. Umfjöllun um skáldsagnapersónuna.
Eik. Hinseginleikinn. Umfjöllun um hinsegin, kynsegin og trans.
Jóhanna Dagrún, Díana Ósk og Katla. Tilraunastofa Nesskóla. Myndband.
Hafrún Katla. Barnapeysa. Hannaði og prjónaði peysu.
Erla Marín. Málverk, Túlkun á adhd.
Hrefna Ágústa. Viðtal við Spánverja. Viðtal við leikmenn og þjálfar í blaki.
Embla Fönn. Mikilvægi hreyfingar. Könnun.
9.VG fór í árlegt skólaferðalag og voru nokkra daga fyrir norðan þar sem þau fóru á safn, rafting, hestbak, paintball og margt fleira skemmtilegt og nutu samvista saman þrátt fyrir kalt veður.
Mynd úr rafting á Bakkaflöt mynd: Bakkaflöt
Í lok maímánaðar voru Húllumhædagar og þá er allskonar dagskrá sem umsjónakennari og starfsfólk skipuleggja. Það var farið í hjólaferðir, upp á hoppubelg, gengið í Páskahelli, farið í sund, vatnsrennibrautin var sett upp, skógræktin og almenn útivera þar sem veðrið var að leika við okkur þessa daga. Vorum við líka svo heppin að 6.ÞEH fengu heimsókn frá Færeyjum í tvo daga á þessum Húllumhæ dögum og tóku þau þátt þessa daga.
Maímánuður er því búin að vera stútfullur af uppákomum og skemmtun sem er gott “start” á sumarfríinu.