Komum í veg fyrir matarsóun
13.12.2021
Til að sporna við matarsóun viljum við að nemendur skrái sig í hádegismat þann 17.desember.
Nemendur í 5.-10. bekk býðst að fara í hádegismat á sínum tíma eða fara heim kl 11:40. Ef nemendur vilja borða hádegismat á að skrá sig hér fyrir neðan. Með því að fylla inn eyðublaðið er nemandinn að skrá sig í mat.
Í matinn er: Rjómalöguð blómkálssúpa og smurt brauð með malakoffi