30.08.2022
Með þessum létta pósti viljum við minna á leiðbeiningar um netið, samfélagsmiðla og börn sem umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd gáfu út í maí á þessu ári. Leiðbeiningarnar eru meðal annars ætlaðar starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og foreldrum.
24.08.2022
Góðan dag, í dag, miðvikudaginn 24.ágúst 2022 er skólasetning í Nesskóla kl 11:00.
Þar sem verið er að vinna á skólalóðinni og því lítið um bílastæði hvetjum við því fólk til að koma gangandi.
Engin bílastæði eru að ofanverðu en hægt er að leggja við íþróttahúsið.
18.08.2022
Vegna viðhaldsframkvæmda sem dregist hafa verður seinkun á skólasetningu Nesskóla. Í stað skólasetningar sem fyrirhuguð var á mánudag verður skólinn settur miðvikudaginn 24. ágúst kl 11:00.