28.02.2022
Enn er Covid að stríða okkur og fellur því kennsla niður hjá 7.-10.bekk á morgun, þriðjudag 1.mars.
27.02.2022
Vegna covid veikinda hjá starfsfólki verður ekki skóli hjá 7.-10.bekk á morgun, mánudaginn 28.febrúar.
09.02.2022
Komið þið sæl
Á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar, verður lopadagur í Nesskóla. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í fatnaði úr ull eða lopa (eða einhverju sambærilegu) til að brjóta upp hversdaginn og skarta hlýjum og þjóðlegum fatnaði um leið og við gæðum okkur á þorramat í hádeginu :)
Kveðja
Febrúarhópur
06.02.2022
Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið.