Fréttir

Nýsköpunarkeppni VA og Matís

Nýsköpunarkeppni VA og Matís fór fram í haust eins og í fyrra. Í ár var unnið með efnið þara. Voru það nemendur.......

Skólahald mánudaginn 26.september 2022

Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla. Það er alfarið mat foreldra hvort þeir mæti með barnið/börn í skólann og tilkynna okkur ef þau mæta ekki. Sjá frétt á síðu Fjarðabyggðar: https://www.fjardabyggd.is/nanar/skolahald-i-fjardabyggd-269 Kær kveðja skólastjórar Nesskóla

Starfsdagur 1/5

Viljum minna foreldra og forráðamenn að á morgun föstudaginn 16.september er starfsdagur hjá starfsfólki Nesskóla og Vinasels og því enginn skóli né Vinasel. Mikið er um að vera en kennarar og stjórnendur eru á Kennaraþingi og námskeiðum og aðrir starfsmenn á leið á námskeið á vegum sinna stéttarfélaga.

Gönguferðir

Nú hafa öll stig farið í haustgöngu. Yngstastig fór að Höllustein, miðstig inn í Seldal og unglingastig upp í Stórurð. Meðfylgjandi eru myndir frá Stórurð og smá lýsing á ferðinni og yngstastigi og lýsing af þeirra ferð.

Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar fyrir foreldra í 1. - 10. bekk

Miðvikudaginn 7.september kl. 17:00 mun Þorgrímur Þráinsson flytja fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu í matsal Nesskóla. Fyrirlesturinn fjallar um að bera ábyrgð á sjálfum sér, huga að litlu hlutunum daglega, setja sér markmið og vera flottur persónuleiki — hjálpa öðrum. Nemendur í 9.og 10. bekk fá að njóta fyrirlestursins í skólanum fyrr um daginn. Foreldrum nemenda í 1. - 10. bekk er boðið á fyrirlesturinn sem tekur um 70 mínútur. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á miðvikudaginn. Boðið verður upp á kaffi og kleinur fyrir og eftir fyrirlesturinn. Bestu kveðjur Karen Ragnarsdóttir