13.12.2021
Til að sporna við matarsóun viljum við að nemendur skrái sig í hádegismat þann 17.desember.
Nemendur í 5.-10. bekk býðst að fara í hádegismat á sínum tíma eða fara heim kl 11:40. Ef nemendur vilja borða hádegismat á að skrá sig hér fyrir neðan. Með því að fylla inn eyðublaðið er nemandinn að skrá sig í mat.
Í matinn er: Rjómalöguð blómkálssúpa og smurt brauð með malakoffi
12.11.2021
Í ljósi breyttra samkomutakmarkanna hvetjum við alla foreldrar og aðra aðstandendur að lesa vel fréttabréf sem einnig var sent út í pósti.
15.10.2021
Í dag var bleikur dagur í Nesskóla eins og annar staðar á landinu. Klæddust nemendur og starfsfólk bleiku, borðaður var bleikur grjónagrautur og búið að skreyta skólann. Umsjónakennarar skreyttu hurðir á bekkjarstofunum með bleikum slaufum og fallegum orðum. Með þessu viljum við sýna stuðning og styrk til þeirra sem hafa greinst með krabbamein.
23.09.2021
Foreldrafélag Nesskóla vill koma eftirfarandi á framfæri til foreldra og forráðamanna
14.09.2021
Nú hefst hver vika í Nesskóla á morgunsöng með nemendum í 1. - 7.bekk.
07.09.2021
,,Við fórum í gönguferð miðstigs Nesskóla síðastliðinn þriðjudag. Við löbbuðum frá rimlahliðinu við Fannardal og upp að Hólatjörnum. Þetta hefur því verið um 8 km ganga allt í allt og stóðu krakkarnir sig einstaklega vel."
07.09.2021
Yngsta stigið fór í gönguferð um Hólmanesið í lok ágúst. Við fórum úr rútunni við útsýnisstaðinn á Hólmahálsinum og gengum niður í skemmtilega fjöru á nesinu.