Fréttir

Erasmusferð til Eistlands

Bleikur dagur 2021

Í dag var bleikur dagur í Nesskóla eins og annar staðar á landinu. Klæddust nemendur og starfsfólk bleiku, borðaður var bleikur grjónagrautur og búið að skreyta skólann. Umsjónakennarar skreyttu hurðir á bekkjarstofunum með bleikum slaufum og fallegum orðum. Með þessu viljum við sýna stuðning og styrk til þeirra sem hafa greinst með krabbamein.