Fréttir

Reglur varðandi reiðhjól og önnur hjólaleiktæki

Fyrsti skóladagur eftir páskafrí

Fundur Heimilis og skóla FRESTAÐ til 3. maí

Skólahald þriðjudaginn 11. apríl

Páskafrí og þriðjudagurinn 11. apríl

Fundur Heimilis og skóla 13. apríl

Fundur Heimilis og skóla við foreldra verður haldin fimmtudaginn 13. apríl 2023 í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn með netfangi fyrir þá sem ætla að horfa í streymi. Allir sem hyggjast taka þátt í fundinum eru beðnir um að skrá sig. Hér er skráningarformið fyrir foreldra í grunnskólum, leikskólum, framhaldsskóla og frístundastarfi sem tilheyra Fjarðabyggð: https://forms.gle/Xt5q8nigRtvVpp1Y9

Skólahald í Fjarðabyggð – fimmtudag 30. mars og föstudag 31. mars

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hefur verið ákveðið að ekkert skólahald verður í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama á við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verður ekki skólahald þessa daga.

Skólahald miðvikudaginn 29.mars

Kæru foreldrar, Skólahald fellur niður í leik-, grunn- og tónskóla í Neskaupstað og á leikskólanum Dalborg, að Dalbraut Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla verður opinn. Auk þess mun ekkert skólahald verða í Verkmenntaskóla Austurlands. Víðtækar rýmingar eru enn í gildi á þessum stöðum, sem ljóst er að hefur áhrif á starfsemi þessara stofnanna. Við munum senda út tilkynningu vegna fimmtudagsins annað kvöld.

Skólahald í dag þriðjudaginn 28.mars

Ekkert skólahald verður í leik- grunn-, og tónlistarskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði eftir hádegið í dag. Rýmingu hefur ennþá ekki verið aflétt á Eskifirði og í Neskaupstað eins og staðan er og vegna fannfergis er færð á Fáskrúðsfirði enn afar þung. Tilkynningar varðandi skólahald á morgun, miðvikudaginn 29. mars verða sendar út í kvöld. Skólahald er með hefðbundnum hætti í leik- og grunn-, og tónlistarskólum á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.

Skólahald þriðjudaginn 28.mars 2023

Skólahald í Fjarðabyggð – Þriðjudaginn 28. mars Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun. Á öllum þessum stöðum er þungfært víða á götum og göngustígum auk þess sem rýming er enn í gildi á Eskifirði og í Neskaupstað og gildir hún í það minnsta fram eftir morgni. Staðan verður tekin á nýjan leik í fyrramálið og gefin út tilkynning upp úr kl. 11:00. Fólk er beðið að fylgjast vel með miðlum sveitarfélagsins vegna þessa auk tilkynninga um aðra þætti í þjónustu sveitarfélagsins. Skólahald verður með hefðbundnum hætti á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Snjóruðningur mun hefjast allstaðar snemma í fyrramálið, en þar er mikið verk fyrir höndum. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.