24.01.2022
Samskiptdagur sem átti að vera 28.janúar mun færast til 22.mars.
Fimmtudagurinn 28.janúar verður því bara með eðlilegu móti.
21.01.2022
Hérna má sjá tíma í sýnatöku sem verður í Neskaupstað um helgina. ATH þið verðið að bóka sýnatöku á Reyðarfirði en farið í sýnatöku í Neskaupstað. Björgunarsveitahúsi Gerpis laugardag 9:00 - 10:00 og sunnudag kl. 9:00 - 10:00
16.01.2022
Á morgun, mánudaginn 17.janúar verður kennsla með takmörkunum í Nesskóla vegna sóttkvíar og einangrunar starfsmanna og nemenda.
13.01.2022
Talsverður fjöldi smita af völdum COVID-19 hafa greinst á Austurlandi undanfarið og síðustu tvo sólarhringa hafa bæst við um 30 ný smit á svæðinu. Staðan í faraldrinum er því orðin verulega þung og farin að reyna á víða í samfélaginu hér á Austurlandi. Þá hafa smit áhrif á starfsemi og mönnun í heilbrigðiskerfinu þar sem má lítið út af bregða til þess að þjónusta skerðist verulega. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða til að létta þar á og minnka útbreiðslu smita og veikindum því tengdu.
03.01.2022
https://docs.google.com/presentation/d/e/2PACX-1vRLTim0x7nRJXAHV-au-bIVRdNajFk20tayoX7Cdg8FXbNUkBX3J9j-SSHGpaOZnHDLsgms_fMF1bDG/pub?start=true&loop=true&delayms=5000
13.12.2021
Til að sporna við matarsóun viljum við að nemendur skrái sig í hádegismat þann 17.desember.
Nemendur í 5.-10. bekk býðst að fara í hádegismat á sínum tíma eða fara heim kl 11:40. Ef nemendur vilja borða hádegismat á að skrá sig hér fyrir neðan. Með því að fylla inn eyðublaðið er nemandinn að skrá sig í mat.
Í matinn er: Rjómalöguð blómkálssúpa og smurt brauð með malakoffi
12.11.2021
Í ljósi breyttra samkomutakmarkanna hvetjum við alla foreldrar og aðra aðstandendur að lesa vel fréttabréf sem einnig var sent út í pósti.
15.10.2021
Í dag var bleikur dagur í Nesskóla eins og annar staðar á landinu. Klæddust nemendur og starfsfólk bleiku, borðaður var bleikur grjónagrautur og búið að skreyta skólann. Umsjónakennarar skreyttu hurðir á bekkjarstofunum með bleikum slaufum og fallegum orðum. Með þessu viljum við sýna stuðning og styrk til þeirra sem hafa greinst með krabbamein.