Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin á Austurlandi

Stóra upplestrarkeppnin á Austurlandi var haldin í gær 31. mars 2022.

Dusilmenni komast áfram í Músíktilraunum

Strákarnir okkar í Dusilmenni komust áfram í úrslit Músíktilrauna í gærkvöldi. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Fylgjumst með og styðjum við drengina. Strákarnir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að fylgjast með ævintýrum þeirra. Leytið að @dusilmenni4 á instagram.

Sjóræningjaprinsessan

9. bekkur Nesskóla setur upp leiksýningu ár hvert og í ár er engin breyting á. Að þessu sinni varð leikritið Sjóræningjaprinsessan fyrir valinu eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur. Sjóræningjaprinsessan fjallar um stelpu sem er með það á heilanum að vera sjóræningjaprinsessa. Hún er alin upp hjá frændfólki sínu sem eiga tvo stráka þá Matta og Grrra. Einn daginn koma skrítnir gestir í heimsókn á gistiheimilið þar sem foreldrar þeirra vinna og út frá því myndast skemmtileg atburðarrás sem er skemmtilegt fyrir allan aldur. En eins og sjóræningjar eru þá eru þeir frekar grófir í tali og elska Romm en ekkert sem börn eða fullorðnir ættu að óttast. Miðapantanir fara fram á netinu og eru miðar borgaðir fyrirfram. Hægt er að panta miða og fá greiðslu upplýsingar inn á þessum link http://bit.ly/nes9bekkur

Stóra upplestrarkeppnin á Austurlandi

Undankeppnin fyrir Stóru upplestrarkeppnina á Austurlandi í Nesskóla átti sér stað í dag, mánudaginn 21.mars. Fyrir hönd Nesskóla munu þau: Unnur Þóra Örvarsdóttir, Aron Ingi Elvarsson, Oliver Karol Dowgier og Máni Franz Jóhannsson keppa. Varamenn eru: Fanney Karlsdóttir og Roza Madhara. Lokakeppnin mun svo vera þann 31.mars í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði kl. 14 - 16.

MYGLA Í HÚSNÆÐI TÓNSKÓLA NESKAUPSTAÐAR

Staðfest hefur verið að mygla er í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Vinna við lagfæringar er hafin.

Vetrarfrí og fréttabréf

Hér er hægt að finna fréttabréfið fyrir Mars. Njótið vetrarfrísins og sjáumst endurnærð þriðjudaginn 15.mars.

1.mars

Enn er Covid að stríða okkur og fellur því kennsla niður hjá 7.-10.bekk á morgun, þriðjudag 1.mars.

Mánudagur 28.febrúar

Vegna covid veikinda hjá starfsfólki verður ekki skóli hjá 7.-10.bekk á morgun, mánudaginn 28.febrúar.

Lopadagur

Komið þið sæl Á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar, verður lopadagur í Nesskóla. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í fatnaði úr ull eða lopa (eða einhverju sambærilegu) til að brjóta upp hversdaginn og skarta hlýjum og þjóðlegum fatnaði um leið og við gæðum okkur á þorramat í hádeginu :) Kveðja Febrúarhópur

SKÓLAHALD MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI Á MORGUN MÁNUDAG, 7.FEBRÚAR

Þrátt fyrir slæma veðurspá á morgun mánudag þykir ekki ástæða til að loka skólum í Fjarðabyggð. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af veðurspá morgundagsins fyrir austfirði. Því er lagt upp með að skólahald í grunn-, leik- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar verði með hefðbundnum hætti á morgun mánudag. Foreldrum er engu að síður í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla. Staðan verður endurmetin um klukkan sjö í fyrramálið og tilkynning verður send út í framhaldinu hér á heimasíðu Fjarðabyggðar um hvort loka þurfi skólum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um færð í fyrramálið.